Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Kaupfélagið

...þetta er kannski eina leiðin og lausn á vandamálum almennings. Stórsniðugt alveg hreint.
mbl.is Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frændur okkar...

...Norðmenn standa sig. Það eru þeir sem fylgjast með okkur, ekki öfugt. Það eru þeir sem hafa samband við okkur að fyrra bragði, ekki öfugt. Það eru þeir sem tala um táknrænt og náið sögulegt samband þjóðanna, ekki öfugt.

 

706px-Nordic-countries

 

Hvernig stendur á þessu? Einhvern veginn hefði ég haldið að okkar fyrsta skjól væri einmitt hjá þjóðunum sem okkur standa næst, Norðurlandaþjóðunum. Talaði Geir virkilega ekki við nágranna okkar að fyrra bragði. Fannst honum gagnlegra að snúa sér til ,,stærri" og ,,merkilegri" þjóða eins og Bandaríkjanna eða Rússlands?

Stórundarlegt, alveg hreint.

 



mbl.is Norðmenn fylgjast grannt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúðaís

Trúðaísinn höfðar til barnanna af skiljanlegum ástæðum. Strákurinn minn er algjör íspúki, alveg sjúkur í ís og velur sér ósjaldan trúðaís frá Kjörís.

 pinnaplakat

Ég hef haft það sem reglu að hann segi mér frá því þegar hann kemur að tyggjókúlunni og afhendi móður sinni þennan skaðræðishlut. Og það hefur hann gert hingað til, þegjandi og hljóðalaust. Nú á ég von á því að fá hlaupbangsa eða annað góðgæti sent úr aftursætinu í næsta ísbúðarrúnti, og tek því fagnandi. Tyggjókúla á ekki heima í barnaís, grjóthörð og girnileg.


mbl.is Barn lenti í lífsháska vegna tyggjókúlu í ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég keypti...

...mér bleika slaufu um daginn. Ég hvet ykkur, konur og karlar, til að gera slíkt hið sama.

20081001bleikarslaufur400

Hendrikka Waage er einn af okkar vinsælustu hönnuðum í dag og í miklu uppáhaldi hjá mér. Slaufan er falleg og kostar litlar 1000 krónur, lítið verð fyrir flottan skartgrip sem maður getur verið stoltur af.


mbl.is Bleika slaufan rýkur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég geng til góðs...

...í næsta sinn.

Ég fékk samviskubit klukkan 11 í morgun. Við, litla fjölskyldan, vorum enn á náttbuxunum, en þó löngu komin á fætur þegar dyrabjöllunni er hringt. Litlu guttinn hleypur til dyra og úti stendur lítil stúlka með söfnunarbauk í hend, með í för eru foreldrar stúlkunnar og lítið systkini. Við tíndum saman þann lausa pening sem til var í húsinu og hjálpuðumst að mæðginin við að setja í baukinn. Þegar ég lokaði dyrunum skammaðist ég mín fyrir að vera of ,,upptekin" til að taka þátt í söfnuninni af alvöru. 

raudi

Ég leit upp til fjölskyldunnar sem stóð á tröppunum hjá mér. Fjölskyldunnar sem hafði rifið sig upp eldsnemma til þess að ganga til góðs og hjálpa öðru fólki. Þetta er ekki bara stuðningur við málstaðinn og góð heilsubót heldur nýtir maður tækifærið og fræðir börnin sín í leiðinni, þau læra að maður getur lagt sitt af mörkum og hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda. 

Ég ákvað að taka þátt næst, þá göngum við til góðs.

p.s. til að friða samvisku mína nú undir kvöld hugsaði ég með mér...einhver hlýtur að þurfa að vera heima til að taka á móti söfnurum og gefa pening, ég tók það verkefni að mér þetta árið... Whistling


mbl.is Dræm þátttaka í Göngum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dánartilkynning

minning

Veturinn...

...er kominn hér norðan heiða. Hann kveður reyndar aftur nú um helgina, í bili alla vega. Þangað til unum við glöð í kulda og snjó.

 

snow


Frændur okkar...

Við Íslendingar erum duglegir að eigna okkur hitt og þetta þegar okkur hentar. Skemmst er að minnast ,,strákanna okkar" þegar þeim gengur vel, ,,Íslandsvinirnir" eru ófáir og svo mætti lengi telja.images

Mér þætti ekki ótrúlegt að við Íslendingar myndum brjóta odd af oflæti okkar, svona einu sinni, og kalla norðmennina ,,bræður" okkar eða ,,forfeður"...nú þegar þeir eru líklegir til að hlaupa undir bagga með okkur á erfiðum tímum.norski


mbl.is Gæti lent á Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitur maður sagði...

...mér eitt sinn að maður ætti alls ekki að kenna fyrir þrítugt. Það væri hrein fásinna.

 

Þegar ég opnaði launaumslagið mitt í dag, sem í raun er rafrænt skjal í heimilisbankanum, hugsaði ég til þessa manns - aha hann vissi vel hvað hann var að segja. Þrátt fyrir krefjandi og mikla vinnu, BA próf í mínu fagi auk kennslufræðidiplómu hef ég síður en svo mannsæmandi laun.

Sem betur fer er starfið mitt skemmtilegt og hæfir mér vel. Að starfa í því margbreytilega umhverfi sem skólinn er eykur hjá manni vilja og þolinmæði til að halda ótrauður áfram þrátt fyrir allt...

Eitt að lokum: hvenær ætlar hann að hætta að snjóa?


« Fyrri síða

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband