Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Stuðmenn?

Væri ekki nær að finna nýtt nafn á bandið?

 

stuðmenn
  Nú eru aðalspírurnar horfnar, fyrst Valgeir, svo Ragga og nú síðast Egill. Birgitta fyllti spor Röggu um sinn, það er svo sem í lagi þó erfitt sé, en nú á Jónsi að taka við af Agli...eða hvað? Birgittu hefur snúið sér að öðru svo Jónsi og Hara-systur koma fram með hljómsveitinni í kvöld, þar sem aðeins þrír eru eftir af þeim sjö sem áður voru.

 

Ég veit ekki hvort hið eina og sanna stuð fylgi þessu bandi lengur. 


mbl.is Samstöðutónleikar Bubba í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast hlær...

...vona ég alla vega Whistling

 


mbl.is Hlegið að óhamingju Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höllin blóði drifin

Málum bæinn rauðan.

Þessu taka sjálfstæðimenn eftir - nú er höll einokunarveldisins blóði drifin. Rauður er litur byltingar og er gjarnan tengdur beint við kommúnisma, t.d. í skáldskap. Bræður og systur sameinist, verkalýðnum blæðir á meðan aðallinn brosir.

 

valholl

 

Ég er vissulega á móti skemmdaverkum en þetta er að mínu mati saklaust. Með þessum hætti ná mótmælendur athygli fólks, og auðvitað sérstaklega fólksins sem það vill helst ná til. Það má alltaf mála húsið aftur, og verður eflaust gert strax í dag. Jú það kostar nokkrar verðlausar krónur en hvað er að fást um það. Engu að síður vona ég að mótmælin verði friðsamleg og fólk nýti sér hvorki ofbeldi né skemmdarverk til þess að koma sínu á framfæri. Það borgar sig sjaldnast.


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímatækni

...ég hálfvorkenni manninum. Það er mannlegt að gera mistök. En mér finnst hann trúr samvisku sinni og þjóðinni allri með því að segja af sér. Fleiri, þið vitið hverjir, mættu taka hann sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar.

Enn á ný sýnir það sig og sannar að nútímatæknin getur verið hættuleg. Við erum nýbúin að vinna með skáldsöguna Pilt og stúlku í skólanum þar sem sendibréf milli manna misfarast og úr verður allsherjar misskilningur sem setur mark sitt á líf persóna. Nemendur voru margir hverjir á þeirri skoðun að nútímatækni s.s. sms og tölvupóstur kæmu í veg fyrir að einkamál manns lentu í röngum höndum. Sú er alls ekki raunin, ef eitthvað er má segja að þessi ,,opni" heimur sem við búum í sé vafasamari og ,,hættulegri" að mörgu, ef ekki öllu, leyti.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held...

...að það væri ráð fyrir manninn, og reyndar hans ektakvinnu líka, að skipta um eftirnafn.

Gengur þeim hjónum almennt vel í lífinu með eftirnafnið Bin Laden? Shocking


mbl.is Syni Bin Ladens vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir athafnamenn

 laxness

Í Kristnihaldi undir jökli svarar Laxness spurningunni: Hvað eru hraðfrystihús?

Svar: ,,Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan frá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seintast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhvern tíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér,, (301).

Hljómar kunnulega ekki satt? GetLost


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er okkar hetja?

Kenýumenn fagna, og reyndar ég líka, Obama fær frídag nefndan eftir sér. Hvar er okkar hetja sem bjargar Íslendingum af flæðiskeri? Við viljum líka fá að sjá okkar Obama.

obama


mbl.is Fjölskylda Obama í Kenýa fagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundarsöngur 1851

 

skjaldamerki

 Bólu-Hjálmar var föðurlandsvinur og ljóðið var ort í tilefni þjóðfundarins í Lærða skólanum í Reykjavík. Íslendingar bundu miklar vonir við að þingið héldi vel á málstað þjóðarinnar í frelsisbaráttunni við Danaveldi. Þriðja erindi hljóðar svo:

Ef synir móður svíkja þjáða,

sverð víkinga mýkra er;

foreyðslunnar bölvan bráða

bylti þeim sem mýgja þér;

himininn krefjum heillaráða

  og hræðumst ei þó kosti fér.

 Þetta má í grófum dráttum túlka svo að ef landsmenn svíkja Ísland er það verra en árásir víkinga. Sá sem kúgar land og þjóð má eiga von á því að bráð bölvun tortímingar steypi honum. 

Þeim var fúlasta alvara, skáldum rómantíkur, þeir stóðu vörð um hagsmuni móður sinnar, Ísafoldar.


Hingað og ekki lengra...

...þessir menn skulu fá að borga okkur tilbaka, hverja krónu sem þeir eiga í þessum troðfullu vösum sínum. Græðgi, spilling, valdníðsla, rán og svik. Ég á ekki nógu sterk orð í mínum orðaforða til að tjá mig um málefnið.

þjófur

Ég er ekki reið lengur - eiginlega bara sorgmædd, ég vorkenni þeim sem hafa látið blekkjast og sokkið dýpra, dýpra og dýpra ofan í kviksyndi græðginnar...nú er engin leið út, sæmdin horfin og orðstír dáinn.

Hvað er þá eftir?


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameining

Facebook er netsamfélag þar sem maður hefur upp á gömlum skólafélögum, ættingjum og öðrum vinum og á samskipti við fólkið með hjálp tækninnar.

facebook

Það má ýmislegt segja um netnotkun almennings í dag en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hið besta mál. Þetta er góð leið til að ná tengslum við hina og þessa sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni, svo ég tali nú ekki um fólk úti í heimi. Kerfið býður upp á ýmsa möguleika sem hægt er að nýta sér. Svo kæru vinir og vandamenn þá er það facebook.com, skráið ykkur og tölum saman Wink


mbl.is Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband