Bólu-Hjálmar var föðurlandsvinur og ljóðið var ort í tilefni þjóðfundarins í Lærða skólanum í Reykjavík. Íslendingar bundu miklar vonir við að þingið héldi vel á málstað þjóðarinnar í frelsisbaráttunni við Danaveldi. Þriðja erindi hljóðar svo:
Ef synir móður svíkja þjáða,
sverð víkinga mýkra er;
foreyðslunnar bölvan bráða
bylti þeim sem mýgja þér;
himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei þó kosti fér.
Þetta má í grófum dráttum túlka svo að ef landsmenn svíkja Ísland er það verra en árásir víkinga. Sá sem kúgar land og þjóð má eiga von á því að bráð bölvun tortímingar steypi honum.
Þeim var fúlasta alvara, skáldum rómantíkur, þeir stóðu vörð um hagsmuni móður sinnar, Ísafoldar.
Dægurmál | 4.11.2008 | 22:36 (breytt kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...þessir menn skulu fá að borga okkur tilbaka, hverja krónu sem þeir eiga í þessum troðfullu vösum sínum. Græðgi, spilling, valdníðsla, rán og svik. Ég á ekki nógu sterk orð í mínum orðaforða til að tjá mig um málefnið.
Ég er ekki reið lengur - eiginlega bara sorgmædd, ég vorkenni þeim sem hafa látið blekkjast og sokkið dýpra, dýpra og dýpra ofan í kviksyndi græðginnar...nú er engin leið út, sæmdin horfin og orðstír dáinn.
Hvað er þá eftir?
![]() |
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 4.11.2008 | 09:17 (breytt kl. 09:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Facebook er netsamfélag þar sem maður hefur upp á gömlum skólafélögum, ættingjum og öðrum vinum og á samskipti við fólkið með hjálp tækninnar.
Það má ýmislegt segja um netnotkun almennings í dag en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hið besta mál. Þetta er góð leið til að ná tengslum við hina og þessa sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni, svo ég tali nú ekki um fólk úti í heimi. Kerfið býður upp á ýmsa möguleika sem hægt er að nýta sér. Svo kæru vinir og vandamenn þá er það facebook.com, skráið ykkur og tölum saman
![]() |
Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 3.11.2008 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Límdur á klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.11.2008 | 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)