Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ótrúlegt

Auðvitað er Geir ekki ábyrgur, ekkert frekar en neinn annar.

Meiri segja ég skammast mín fyrir þátttökuna í góðæri síðustu ár...blinduð af góðærisást og lofum. Hvað þarf til að stjórnendur viðurkenni ábyrgð sína? Auðvitað liggur ábyrgðin líka hjá þeim, ef ekki fyrst og fremst. Þetta er ótrúleg hræsni.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að borga!

Austfirðingar, Vestfirðingar og Norðlendingar - hættum að borga afnotagjöldin!

Það hefði verið betra að byrja á toppnum - hvað er Páll Magnússon með í mánaðarlaun og hver borgaði jeppan hans?

Útvarp/sjónvarp allra landsmanna...er það virkilega? Kjaftæði!


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla-bjartsýni

Ég verð að viðurkenna það að ég hef fylgst óvenju lítið með fréttum þessa vikuna. Það má líka vel sjá á bloggleysinu hér á síðunni. Ég les að vísu Fréttablaðið, eða glugga í það, á hverjum degi. En einhvern veginn er ég dottin úr stuði. Ég nenni ekki að fylgjast með kreppuumræðum lengur. Mig langar ekki að vera í kreppu.

star

Hins vegar hlakka ég til jólanna og það er tilhugsunin um hátíðina sem yljar mér um hjartarætur. Öll þessi reiði í þjóðfélaginu er óholl. Því kaus ég að hætta að taka ástandið svona inn á mig, þó ekki væri nema bara þessa vikuna... Aðventan er handan við hornið.

Ég vona að bjartari tímar séu framundan - og ég trúi því líka. 


Marinóshlaupið

...já það voru stoltir foreldrar sem komu úr viðtali á leikskólanum í gær. Það kom okkur svo sem ekkert á óvart, við erum vissulega þakklát fyrir að eiga þennan litla gullmola.

Það sem stendur hins vegar upp úr og kom okkur á óvart voru fréttir af hinu svokallaða Marinóshlaupi. Keppnin sú er orðin fræg innan leikskólans og jafnvel víðar. Sagan að baki er sú að sonurinn hefur óbilandi bíladellu og hleypur gjarnan á fullum hraða og keyrir um leið tvo bíla, einn í hvorri hönd. Leikskólakennarinn tjáði okkur að það hafi margir krakkar reynt að feta í þessi spor Marinós, en fáum eða engum tekist vel til. Starfsmenn hafa einnig reynt við íþróttina og er gjarnan keppt í henni í ,,staffapartýum", en þar er sömu sögu að segja, það liggur við að fólk slasi sig svo mikill er hasarinn. Marinóshlaupið er því klárlega kennt við rétta manninn Wink

Okt---nóv-2008-041

 

 


Úpps Geir!

http://gpetur.blogspot.com

Mér finnst gaman að skyggnast bakvið tjöldin og vil þakka fyrir þetta tækifæri. Þetta staðfestir grun minn. Það er engu líkara en að Davíð sjálfur sitji þarna fyrir svörum...nægur er hrokinn. 

Þetta hefur klárlega verið slæmur dagur hjá Geir, vandræðalegt var það... Blush


Hvað skulda ég mikið?

Hvað ætli ég skuldi mikið núna?

money

Hvað þarf ég að gera ráð fyrir miklum mínus í heimilisbókhaldinu? Ég sem hef forðast það eins og heitan eldinn að taka lán, hvað þá fyrir neysluskuldum sem þessum. Crying


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dvel ég í draumahöll...

Sonur minn er farinn að taka upp á því að vakna um miðjar nætur aðeins til þess að spjalla. Stundum syngur hann fyrir mig. Stundum biður hann um að fara fram og horfa á barnatímann. Þegar úrill, svefndrukkin móðirin svarar honum og útskýrir að það sé hánótt tekur hann því yfirleitt vel, kúrir áfram og sættir sig við staðreyndir málsins og á endanum sofnar hann vært (hjúkket fyrir móðurina!).

sleep

Ég vil helst sofa þannig að ég snúi mér undan rekkjunautum mínum. Í nótt tók sonurinn upp á því að vakna enn einu sinni, mig minnir að klukkan hafi verið að nálgast fjögur. Sonurinn byltir sér og segir með blíðri en helst til sorgmæddri röddu: Mamma, ertu ekki vinur minn? Móðurinni bregður við þessari hjartnæmu athugasemd sonarins og svarar: Jú auðvitað elskan mín. Sonurinn spyr aftur: ,,Af hverju er þá hausinn á þér svona, snúðu þér til mín."

Smile Litla skinnið Smile

 


Er hefð fyrir Nicole eða Julian?

Ekki veit ég um íslenskan Julian eða íslenska Nicole. Ég get ekki betur séð en seinna nafnið uppfylli alls ekki skilyrði nefndarinnar um það sem má kallast íslenskt nafn, c er, að ég best veit, ekki í íslenska stafrófinu. Og Kaktus, jú vissulega er hefð fyrir því sem plöntuheiti í íslensku en sem mannanafn finnst mér það hæpið. Hvernig foreldrar vilja kenna barn sitt við plöntu sem sárt er að snerta og maður forðast að koma nálægt?

 nöfn barna

Sven og Magnus eru fín nöfn, og vafalaust hafa foreldrar ástæðu fyrir því að þessi nöfn eru valin. Líklega er verið að skíra eftir, eða í höfuðið, á einhverjum sem er af erlendu bergi brotinn. Engu að síður er þessum nöfnum hafnað. 

Mannanöfn hafa lengi verið mér hugleikin. Ég er þeirrar skoðunar að mannanafnanefnd eigi rétt á sér, ekki aðeins til að halda í íslenskuna heldur einnig til að stoppa af foreldra sem vilja nefna börn sín nöfnum eins og Spartacus eða Zeppelin. Sumum foreldrum er greinilega ekki treystandi fyrir því að bera hag barna sinna fyrir brjósti. Þetta eru raunveruleg dæmi um nöfn sem nefndin hefur hafnað.  Hins vegar finnst mér stundum of langt gengið og úrskurðir ótrúlegir, sumt leyft en annað, mun saklausara, ekki.


mbl.is Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslands minni

                     Þið þekkið fold með blíðri brá

Jónasog bláum tindi fjalla

og svanahljómi, silungsá

og sælu blómi valla

og bröttum fossi, björtum sjá

og breiðum jökulskalla?

                     Drjúpi´ hana blessun drottins á

                     um daga heimsins alla. 

 

Til hamingju með daginn.

En munið að allir dagar eru dagar íslenskrar tungu. Heart


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóðum eggin

Köstum ekki matvælum á glæ, og allra síst í okkar fallega Alþingishús.

egg

Sjóðum heldur eggin og borðum, annað er mikil sóun á krepputímum sem þessum Wink


mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband